Tuesday, Sep. 27, 2016

JÓLASVEINAKÖKUR – UPPSKRIFT

Höfundur:

|

14/12/2011

|

Flokkur:

JÓLASVEINAKÖKUR – UPPSKRIFT

Rakst á þessa dásamlegu uppskrift á bloggsíðu nokkurri og verð að segja að þetta er merkilega einfalt en um leið alveg stórkostlega sniðugt. Kökurnar verða bæði ótrúlega fallegar með jarðaberjunum ofaná og um leið ekki jafn syndsamlega óhollar.

Uppskriftina er að finna HÉR en í grunninn eru þetta tvær pakkningar úr búðinni (fyrir okkur sem erum ekki eldhúsgáfum gæddar) og það er Brownies pakki og síðan hvítt krem.

Eina trixið er að finna kringlótt glas eða eitthvað því líkt til að skera út kökurnar og svo er bara að skella hvítu kremi á, jarðaberi og loks hvítri doppu á enda jarðabersins.

Fyrir metnaðarfyllri matseljur má finna uppskriftina hér – eða nota bara hefðbundna súkkulaðiköku uppskrift og hvítt krem eftir eigin smekk.

Heimild: Daisy´s World

Share This Article

Related News

FATASKÁPUR ÁRSINS?
JÓLAGJAFAHANDBÓK ÍGLÓ&INDÍ KOMIN ÚT
LITLA HJÓLHÝSIÐ

About Author

Þóra

Þóra Sigurðardóttir er höfundur Foreldrahandbókarinnar og eigandi þessarar síðu. Þóra er tveggja barna móðir, eiginkona, kokkur í hjáverkum og einlæg áhugakona um allt sem viðkemur börnum og foreldrum þeirra.

nr4