Saturday, May. 28, 2016

FULLNÆGING KVENNA EYKUR LÍKUR Á GETNAÐI

Höfundur:

|

05/01/2013

|

Flokkur:

FULLNÆGING KVENNA EYKUR LÍKUR Á GETNAÐI

Fullnæging kvenna hefur í gegnum tíðina ekki þótt skipta höfuðmáli þegar að getnaði kemur en í stórmerkilegum þætti frá Discovery sjónvarsstöðinni kemur annað í ljós. Í þættinum sem er hluti af þáttaröðinni Curiosity er fjallað um fullnæginu kvenna og ýmsir stórmerkilegir leyndardómar hennar afhjúpaðir. Þar má meðal annars sjá hvað gerist þegar að kona fær fullnægingu eftir að karlmaðurinn hefur haft sáðlát. Var sérstöku efni sprautað inn í legháls konu sem í framhaldinu fékk fullnægingu. Í sérstöku tæki (sem heitir einhver ósköp) mátti sjá hvernig samdrættir í leghálsinum og leginu ýttu sæðinu áleiðs að áfangastað og flýttu för þess gríðarlega og juku um leið líkurnar á getnaði. Ekki nóg með það heldur virtist sæðinu jafnframt beint í átt að þeim eggjaleiðara sem frjórri var í það skiptið.

Verður að segjast eins og er að þetta eru stórmerkilegar og ótrúlega góðar fréttir fyrir allar konur – ekki síst þær sem eru í barneignarhugleiðingum. Nú er semsagt búið að „votta” kvenfullnæginguna og viðurkenna mikilvægi hennar – alveg eins og fullnæginu karla. Og hananú!

Share This Article

Related News

ÞAÐ SEM GLEYMIST AÐ TALA UM
VÍSINDALEGAR STAÐREYNDIR UM MEÐGÖNGU
ÁT FYLGJUNA TIL AÐ FORÐAST FÆÐINGARÞUNGLYNDI

About Author

Þóra

Þóra Sigurðardóttir er höfundur Foreldrahandbókarinnar og eigandi þessarar síðu. Þóra er tveggja barna móðir, eiginkona, kokkur í hjáverkum og einlæg áhugakona um allt sem viðkemur börnum og foreldrum þeirra.

nr4