Loading

JAPANSKAR MEÐGÖNGUDÚKKUR

Á 18 og 19 öld var það vinsæl skemmtun í Tókíó hinni fornu – sem þá hét Edo – að fara á fjöldaskemmtanir sem kölluðust Misemono. Þar var skemmtunin aðallega ætluð heldra fólki og fólst ekki síst í fræðslu sem að svalaði brennandi forvitni fólks á leyndardómum náttúrunnar og lífsins.

Meðal þess sem í boði var er þessi dúkka hér sem kallast Meðgöngudúkkan. Þó er talið að dúkkur sem þessar hafi aðallega veri búnar til handa ljósmæðrum en ýmsar gamlar heimildir benda til þess að þær hafi líka verið vinsælt skemmtiefni.

Heimildir frá 1864 segja frá vinsælli skemmtun þar sem almúginn fékk að sjá þegar að dúkka var opnuð og í ljós komu fóstur í ýmsum stærðum og gerðum.

Eins voru til eftirlíkingar af legi þar sem hægt var að setja inn mismunandi stærðir af fóstrum.

Dúkkurnar þykja ótrúlega vel gerðar og smáatriðin alveg til fyrirmyndar – allt niður í slitför á líkömum mæðranna.





Heimild: Geijustsu Shincho tímaritið, júlí 2001

X