Loading

Tólf ára stúlka tók á móti bróður sínum

Fæðngar eru eins misjafnar og þær eru margar og verðandi foreldrar hafa ólíkar meiningar um hverja þeir vilja hafa viðstadda í fæðingunni. Sumir kæra sig ekki um nokkurn mann (ættingja) nærri á meðan öðrum þykir þetta eins náttúrulegt og hugsast getur og bjóða alla velkomna. Spurt er líka um hvort eldri systkyni eigi að vera viðstödd en það er oft gert – sérstaklega í heimafæðingum enda mögulega erfiðara að koma því við inn á sjúkrahúsi.

En Jacee Dellapenna, er ekki nema tólf ára gömul en henni bauðst að taka þátt í fæðingu bróðurs síns. Foreldrar hennar, þótti það ekkert mál – að því gefnu að hún vildi það sjálf – sem hún gerði. Fæðingin fór þó öðruvísi en til stóð því að fæðinarlækninum þótti svo dásamlegt hvað Jacee var áhugasöm að hún endaði á að taka fullan þátt í fæðingunni. Tók hún á móti bróðurnum og klippti naflastrenginn.

Jacee var hæstánægð með þessa mögnuðu reynslu og segist vel geta hugsað sér að verða læknir. Móðir hennar benti hins vegar á að þetta yrði henni dýrmætt veganesti því fæstar konur upplifa fæðingu áður en þær eignast sjálfar barn. Að auki sé þetta hluti lífisins og fátt eðlilegra og fallegra en barnsfæðing.

Ljósmyndir: Facebook

X