Loading

Þorsti

Svaraðu þorsta það er mikilvægt en allt um fram það er óþarfi. Það eykur ekki mjólkurmyndun að þamba vökva heldur virkar það öfugt og líkami móður fer að reyna að losa sig við umfram vökva. Viðbrögð líkamans við mikilli vökva drykkju (umfram þorsta) virkar þannig að líkaminn losar sig við umfram vökva til að koma jafnvægi á electrolyta í líkamanum. Þannig að í stað þess að vökvinn streymi til brjóstanna, streymir hann frá þeim og viðkomandi móðir pissar oftar. Þetta orsakar það að móðirin mjólkar minna í stað meira. Mæður sem mjólka verða þyrstar þegar þær þurfa að bæta sér upp þann vökva sem barnið drakk eða er mjólkað með mjaltavél.

Heimild

Olsen, A. (1930). Nursing under condition of thirst or excessive ingestion of fluids. Acta Obstet et Gynecol. 10 (4): 312-43.

Tekið af vefinum www.brjostagjof.is

X