Loading

321 AÐGERÐ SÍÐAR: KRAFTAVERKABARNIÐ LIFIR

Tilly Sawford var einungis fimmtán mánaða gömul þegar hún brenndist illa heima hjá sér. Móðir hennar hafði skotist niður með þvottinn og á meðan hafði eldra systkin hennar skrúfað frá heita vatninu í baðkarinu. Tilly litla féll ofan í baðkarið og þegar móðir hennar náði henni upp úr var hún svo illa brennd að skinnið nánast lak af henni. Næstu sex mánuði dvaldi Tilly á gjörgæsludeild. Brunasár þöktu 86% líkama hennar og læknarnir töldu lífslíkur hennar einungis fimm prósent.

En… kraftaverkin gerast og í dag er Tilly litla bara nokkuð brött og dafnar vel. Hún hefur farið í yfir þrjú hundruð aðgerðir og meðal annars fengið grætt á húð sína hákarlabrjósk og kollagen úr kúm. Líkami hennar ber þess auðvitað merki að hafa brennst illa en fyrir einhvert kraftaverk brendist andlit hennar ekki og hún er á lífi.

Nánar má lesa um fréttina HÉR.

X