Loading

64 HITAEININGAR GETA SKIPT SKÖPUM

Flestir spyrja sig hverju 64 hitaeiningar geti breytt en vísindamenn við Columbia hálskólann í Bandaríkjunum hafa komist að því að með því að minnka hitaeininganeyslu barna um 64 hitaeiningar á dag geti dregið verulega úr þyngdaraukningu barna en offita barna er orðið verulegt vandamál þar í landi. Einnig er bent á mikilvægi hollrar hreyfingar.

Verði ekki dregið úr hitaeininganeyslu barna er því spáð að meðal þyngdaraukninga barna í Bandaríkjunum muni halda áfram að aukast. Verði hins vegar dregið úr hitaeininganeyslunni verði hægt að stemma stigum við þessari þróun. Meðaltalið sem var reiknað út var 64 hitaeiningar.

Er barni þitt of þungt – hvað er til ráða?

Margir foreldrar standa frammi fyrir alvarlegri þyngdaraukningu barna sinna en rannsóknir hafa leitt í ljós að slíkt getur haft alvarleg áhrif á heilsu barna. Best er að byrja hægt og rólega. Dragið úr sykurneyslu, skiptið út gosi og lærið að lesa á umbúðirnar. Sumar fæðutegundir innihalda mikinn sykur sem að við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir. Þannig eru margar mjólkurvörur sneisafullar af sykri. Einnig skal leggja áherslu á ávexti og grænmeti og reyna eftir fremstu getu að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvað börnin eru að borða.

X