Loading

Kvíðameðferð varð að fjölskylduáhugamáli

Hin 31 árs gamla Summer Perez hefur að undanförnu vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir óvenjulegar og fallegar jógamyndir af sér og börnunum sínum tveimur. Í viðtali við New York Post greinir Perez frá því að hún hafi glímt við mikið þunglyndi og kvíða í gegnum tíðina. Þegar hún varð móðir ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum og fór að iðka Asana jóga af kappi sem reyndist henni vel. Börnin hafi alltaf verið með henni þegar hún æfi og smám saman hafi þau farið að taka þátt. Fyrst með því að nýta hana sem klifrugrind og síðan með því að gera æfingarnar með henni. Perez segir þetta mikla gæðastund hjá þeim og að hún sé sannfærð um að jógaiðkunin spili stóran þátt í hvað börnin hennar séu í miklu jafnvægi. Sjálf segist hún vera öll önnur og ekki síst betri móðir.

Myndirnar eru gullfallegar og við erum ekki frá því að þetta verði næsta stóra trendið í jógaheiminum. Ekki síst samstæðir búningar eins og þau eru gjarnan í.

Instagram Summer Perez má finna hér.

yogamom9

yogamom8

yogamom7

yogamom6

yogamom5

yogamom4

yogamom3

yogamom2

yogamom1

X