Loading

Á að gefa börnum jarðhnetuolíu?

Háværar umræður hafa sprottið upp á netinu eftir að frétt birtist á mbl.is þar sem talað er um að minni lík­ur eru á því að þau börn sem taka lýsi frá sex mánaða aldri fái fæðuof­næmi. Lýsi sé ríkt af D-víta­míni og omega 3 fitu­sýr­um sem eru tald­ir vernd­andi þætt­ir fyr­ir fæðuof­næmi. Þetta komi fram í nýrri rann­sókn sem Sig­ur­veig Þ. Sig­urðardótt­ir, barna- of­næm­is- og ónæm­is­lækn­ir, kynnti á málþingi um fyrstu fæðu ung­barna; hvað, hvenær og hvers vegna? á Lækna­dög­um.

Í fréttinni segir meðal annars:

„Skoðaður var hóp­ur barna sem tók reglu­lega lýsi og hins veg­ar ekki. Um 50% for­eldra gáfu börn­um sín­um lýsi frá því fyr­ir eða um 6 mánaða ald­ur og um 20% gáfu ekki lýsi til 15 mánaða ald­urs. Í hópn­um voru um 1.300 ís­lensk börn. Af þeim greind­ust 40 með fæðuof­næmi. Þau börn sem tóku lýsi fyr­ir og eft­ir sex mánaða ald­ur greind­ust síður með fæðuof­næmi og fæðunæmi. Lík­urn­ar minnkuðu um 50% ef börn­in tóku lýsi. „Skort­ur á D-víta­míni og omega 3 fitu­sýr­um gæti hugs­an­lega orðið til þess að fólk fái fæðuof­næmi,” seg­ir Sig­ur­veig.”

Sjá frétt mbl.is: Borði hnetur fyrir 6 mánaða aldur.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti, hefur brugðist við þessari grein á Facebook síðu sinni þar sem hún segir:

„Æ mér finnst þetta svo grunnt. Eins og ónæmiskerfið sé svo einfalt og einangrað frá öðrum kerfum líkamans. Ég er algjörlega með á því og margar rannsóknir styðja niðurstöður um jákvæða og mikilvæga virkni D3 (colicalciferol) á ónæmiskerfið. Ég var meðvituð um þetta á unga aldri og gaf mínum ungviðum alvöru íslenskt lýsi í skeið með móðurmjólk þegar þær voru rétt 2-3. vikna gamlar, og hunsaði alveg gerfi D-vítamín og járn dropana sem okkur var ráðlagt i den. Ótalmargt annað hefur áhrif á þroska ónæmiskerfis í ungbörnum og allt til þriggja ára aldurs, þegar náttúrulega þarmaflóran þeirra er sterk og þroskuð… ef hún hefur ekki verið veikt með sýklalyfjum og sykri. Eins og flestum er kunnugt um, og kannski ekki, gegnir einmitt flóran afar mikilvægu hlutverki fyrir meðal annars ónæmiskerfið og þar af leiðandi fyrir bæði ofnæmi, -þar á meðal fæðu ofnæmi og -óþol. Ég hef alltaf lagt mig fram, að gefa mínum börnum góða gerla og er enn að sjá um það, og sú elsta er nú 33 ára!! 🙂 Ég veit! (En ástæðan er hreinlega sú, að bestu gerlar sem ég þekki (Probi Mage LP 299V) fást ekki í Danmörku en bara hér). Það er líka fótur fyrir því, að þeim mun meira sem við verndum börnin fyrir dýrum, ryki og útiveru eykst hættan á ofnæmi. Gefum krökkunum kött eða hund að gæla við, mjólkursýru gerla með lýsinu, hættum að þrífa svona vel og oft en förum út að labba með þau í staðinn.”

Þetta eru í alla staði mjög áhugaverðar rannsóknir og umræður. Og ummæli Þorbjargar nauðsynlegt salt í grautinn.

X