Loading

Á AÐ VERA SKYLDA AÐ LESA FYRIR BÖRNIN?

Dönsk stjórnvöld vilja skylda danska foreldra til þess að lesa fyrir börn sín á leikskólaaldri í að minnsta kosti 20 mínútur á dag. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fréttin kemur frá danska vefmiðlinum berlingske.dk en þar kemur jafnframt fram að Christine Anortini, menntamálaráðherra Danmerkur, telji leikskólaárin alveg jafn mikilvæg og grunnskólaárin og því verði að krefjast meira af foreldrum.

Einning hafa komið fram hugmyndir um að skylda foreldra til að fara með börn sín á söfn.

Finnst ykkur að skylda eigi foreldra til lesturs með börnum sínum?

X