Loading

Að bugast yfir brjóstagjöfinni

Raunveruleikastjarnan Whitney Port heldur úti þáttum á YouTube þar sem hún fjallar um ýmsar hliðar lífsins – nú síðast meðgöngu og fæðingu sonar síns. Í þessu myndbandi fjallar hún um baráttu sína við brjóstagjöf á mjög svo hreinskilinn hátt og við erum nokkuð viss um að margir tengja við það sem hún er að tala um. Sérstaklega þreytuna og bugunina sem skín svo í gegn hjá henni.

Fyrir þá sem þekkja ekki Port var hún ein aðalpersónan í raunveruleikaþáttunum The Hills sem voru nokkurs konar framhald af Laguna Beach. Hún er líka fatahönnuður auk þess að hafa verið dómari í Britains Next Top Model.

Hér er hægt að skoða heimasíðuna hennar.

X