Loading

AÐ BYRJA AÐ DEITA EFTIR SKILNAÐ

Úff segi ég nú bara. Fyrst þarf maður að vera andlega tilbúin, síðan þarf maður að koma sér uppaf sófanum og hætta í ísnum og grenjumyndunum, koma sér úr jogging gallanum og bara koma sér útúr húsi.

Ástin spyr ekki um tíma né stund, getur gerst ári eftir skilnað, mánuðum, vikum. Ég ætla ekki að skrifa hér nákvæma dagsetningu hvenar þú ert tilbúin í þessa yndislega spennandi datemenningu sem ísland hefur að bjóða (not). Þú gætir fundið draumagæjann í kælinum í bónus, eða gegnum vini, eða á þeim klassiska stað á dansgólfinu á skemmtistað.

Það er oftast ástæða fyrir því að þú og þinn fyrrverandi hættuð saman, og mér er sama hver nákvæmlega ástæðan er, ég veit að við viljum gæja sem er eins ólíkur seinasta gæja og hægt er, allavega að ástæðurnar fyrir skilnaði séu helst ekki til staðar i næsta gæja. Hvort sem gæjinn hélt frammhjá þér eða hraut of hátt, ég skil vel að þið viljið forðast ymisslegt. Því jú allar viljum við gera betur í næsta skipti. Það er bara þannig með allt, líka ástina.

Jæja segjum sem að þú sért komin yfir mestu ástarsorgina, og uppaf sófanum, jafnvel búin að splæsa í nýtt nærfatasett og nýjann kjól. Þá er bara að stinga sér á bólakaf í þessum mjög svo mis yndislega þjóðflokki: Íslenskir kalrmenn. Það er er kanski flestum auðveldast að fara á stelpudjamm með góðum vinkonum, draga þær svo með sér i bæinn og finna gæjana sem eru tilbúnir að gefa mann drykk á barnum. Þá er maður líka komin með góða „wingmen“ eins og maður segir á ensku og gott að hafa eina edrú vinkonu með í hópnum, þessi sem getur sagt manni hvernig þeir i raun líta út(allir viðast svo fallegir í glasi!) því það er ekki gaman að vakna daginn eftir i ókunnugu rumi, snúa sér við og hugsa shit hvað var ég að spá i gær!

Ertu að leita þer að einnar nætur gaman? Kanski langt síðan seinast og þú ert ekki alveg tilbúin í annað samband? Ok, ágætt að byrja þannig, passaðu bara að fara ekki heim meðö hverjum sem er og í guðana bænum mundu eftir smokknum, hann er ekki að fara að muna eftir honum og það er löng röð á manudögum hjá húð og kyn.

Ertu tilbúin í annað samband? Andlega og líkamlega? Búin að fá nóg af fullum karlmönnum á börum? Ok æðislegt, ég verð samt að segja þér að frá reynslu veit ég það að draumaprinsinn finnst ekki á djamminu. Lang best er að kynnast edrú, ég veit að það getur verið vandræðalegt og kjánalegt. En vinkona min kynntist sínum gæja í flugvél á leiðinni til Köben og þau enduðu á að eyða helginni þar saman og eru enn saman.

Hvort sem þú notar facebook, einkamál, jafnvel taggalicous, þá er það allavega skref í rétt átt, mörgum finnst gott að spjalla saman á netinu fyrir hitting, svona aðeins að kynnast. Passaðu þig samt að ef hann er bara með eina mynd a facebook og þið eigið enga sameiginlega vini er mjög liklegt að gaurinn sé allt annar en hann segist vera, jafnvel eldri og verr útlíandi!
Svo kemur að því að troða því inn í samræður að þú sert mamma. Stórt skref hjá mörgum ég veit.

Já, ég hef fengið misgóð viðbrögð við því (íalvöru það er ekki öllum sama!) ég hef séð gaura hlaupa útaf stað eins og elding. En ég hef lika og það eru reyndar oftast viðbrögðin fengið: Æðislegt. En síðan hef ég fengið já oki, ég á lika barn jafnvel 2, 3 og 4. Og þá hef ég stundum hugsað sæll, ég á eitt, hann 3, mig lanagar alveg i annað og þá með honum þá erum við komin með 5 stykki! Sæll.

Já ekkert er auðvelt í ástarmálum, og að vera mamma flækir stundum svoltið því eins og ég þá kemst eg bara a date aðrahvora helgi semsagt á pabbahelgum og það getur er ekki fyrir alla að bíða og tala nu ekki um ef þuið eruð ekki með sömu helgar! Dauðadæmt! Og ég er ekki að fara að bjóða heim í video og svo taka sjénsinn að krakkinn vakni og mamma og einhver gaur bara í sleik á sófanum, nei takk.

En ég finn það bara sjálf hvað það er mikilvægt að koma sér upp af sófanum og út að hitta fólk hvort sem það eru vinkonur eða date með heitum gæja. Ekki festast i þvi að glapa a teiknimyndir með börnunum og éta ís og nammi. Gefðu ástinni annan sjéns og vertu opin fyrir einhverju nýju, því oftast þýðir eitthvað nýtt ný tækifæri og ný þú og það er alltaf gott og blessað!

Bryndís Óðinsdóttir

X