Loading

Að byrja að vinna aftur eftir fæðingarorlof

Það sem er efst í huga mér þessa dagana er hvað það er mikil breyting að byrja aftur að vinna eftir fæðingarorlof.

Ég var svo heppin að geta tekið mér ár í fæðingarolrof og fannst mér það æðislegt. Ég elska það að vera mamma og að fá að eyða svona miklum tíma með barninu sínu eru klárlega forréttindi. Ég og dóttir mín erum bestu vinkonur og ég hef verið mjög mikið ein með hana því maðurinn minn vinnur mjög mikið þannig við erum mjög nánar og ég veit ekki hvor þarf meira á hvorri að halda, ég þarf held ég alveg jafn mikið á henni að halda og hún þarf á mér að halda.

En ég semsagt byrjaði að vinna núna síðasta mánudag og mikið rosalega finnst mér erfitt að fara aftur að vinna. Ég er að vinna á leikskóla og það er rosalega gefandi starf en mér finnst alveg svakalega erfitt að setja dóttir mína í pössun til þess að fara að hugsa um annarra manna börn. Ég er samt svo heppin að eiga yndislega foreldra sem vildu endilega hafa dóttir mína fyrir mig á meðan ég er að vinna og get ekki ekki lýst því hvað ég er þakklát fyrir það að þurfa ekki að skilja hana eftir hjá ókunnugu fólki.

Ég veit að hún hefur það alveg svakalega gott hjá ömmu sinni og afa á daginn og hún elskar þau og finnst rosalega gaman að fá að leika við hundinn þeirra (hún er forfallinn hunda aðdáandi).

Ég gat engan veginn hugsað mér að fara aftur beint í 100% starf þannig ég ákvað að byrja í 75% og vinn frá 8-14 sem mér finnst alveg nóg.

Ég efast um að ég sé ein með þessa tilfinningu og langaði mig bara að deila minni upplifun af þessari stóru breytingu í bæði mínu lífi og lífi dóttur minnar.

– – –

Ég heiti Karitas Harvey og er 25 ára. Ég er að vinna á leikskóla ásamt því að reyna að klára atvinnuflugmannsnám. Ég á eina stelpu sem heitir Adriana og er fædd 21. janúar 2016. Ég er í sambúð með kærastanum mínum og erum við búin að vera saman síðan 2013. Mín aðal áhugamál eru barnauppeldi og flest allt sem tengist börnum, ferðalög, flug og allt sem því tengist og ég hef mjög gaman að því að prjóna og prjóna ég mikið á stelpuna mína.

– – –

Langar þig að verða bloggari?
Ertu sprengfull/ur af hugmyndum? Dugar Facebook ekki lengur til að tjá þín hjartans mál? Ertu sæmilega ritfær og skemmtilegri en allt?
Þá er þetta algjörlega málið fyrir þig.

Við ætlum að endurvekja okkar stórkemmtilega MÖMMUBLOGG og erum að leita að vel skrifandi og áhugaverðum foreldrum til að deila sögum úr lífi sínu.

Umfjöllunarefnið er allt sem viðkemur börnum, hinu daglega lífi, hversdagskrísum, merkilegum uppgötvunum, sniðugum hugmyndum og flest allt þar á milli. Foreldrahandbókin.is er vefsíða sem byggir á samnefndri bók sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en er væntanleg aftur nú á vormánuðum. Síðan hefur alla jafna verið með vinsælustu lífstíls/fréttasíðum landsins og á sér dyggan lesendahóp.

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu okkur póst á netfangið: thora@foreldrahandbokin.is

X