Loading

Að sofa með börnin upp í

Ég er mikill aðdáandi “personal space” eða einkarýmis. Mér þykir óþæginlegt þegar fólk stendur of nálægt mér þegar það er að tala við og svoleiðis eins vil ég líka hafa mitt einkarými þegar ég sef. Ég knúsa alveg og kúra með manninum mínum upp í rúmi en þegar ég vil fara að sofa þá segi ég bara góða nótt og rúlla mér á hinna hliðina og fer að sofa í mínu „einkarými” og hann gerir það sama. Þannig er það bara hjá okkur.

Ég hef aldrei viljað koma dóttur okkar upp á að sofa upp í hjá okkur því þá gæti ég kysst allt einkarými bless fyrir fullt og allt. Ég er heldur ekki svona manneskja sem getur bara sofið sama hvað gengur á ég þarf mitt pláss og næði til að sofa og ef ég væri alltaf með krakka upp í rúmi þá svæfi ég örugglega aldrei og fyrir mér er góður nætursvefn mikilvægur.

Ég er ekki svona köld og grimm eins og þetta hljómar samt. Mér þykir voða kósí að leggja mig með dóttur minni yfir daginn um helgar og svoleiðis. Þá kúrum við saman í hjónarúminu og sofum voða vel. Stundum þegar maðurinn minn er ekki í heima þá langar mig alveg til þess að ná í hana inn í hennar herbergi og leyfa henni að lúlla upp í hjá mér á nóttunni svo ég sé ekki eins einmana. En ég geri það ekki af því ég vill alls ekki að hún venjist því að það sé í boði, það er stundum mjög erfitt en 95% af tímanum er ég mjög fegin að hún sofi bara ein og sjálf í sínu rúmi.

En litla dúllan okkar datt fram úr rúminu sínu eina nóttina hérna um daginn, ég var vakandi af því ólétta ég þurfti að pissa. Ég var að reyna fá sjálfa mig til að nenna að standa upp og fara á klósettið svo allt ég einu heyri ég bara dynk og svo grát og ég vissi strax hvað hvað hafði gerst og hljóp yfir og tók hana upp af gólfinu og knúsaði hana, tók svo sængina og koddann hennar og fór með hana yfir til okkar og huggaði hana. Hún áttaði sig ekki alveg á hvað hafði gerst en hún var mjög reið og meiddi sig smá við að detta í gólfið ég kveikti ljós í stutta stund til að kanna hvort væri nokkuð blóð að sjá en það var allt í góðu hanni hafði aðalega bara brugðið. Um leið og hún jafnaði sig þá sofnaði hún á milli okkar á núll einni. Ég hugleiddi að fara með hana aftur yfir þegar hún var sofnuð en ég hætti svo við mér fannst hún alveg mega sofa upp í hjá okkur eftir þetta dramatíska atvik. Verst var hversu snemma nætur þetta gerðist klukkan var bara rétt rúmlega 1… og það var öll nóttin eftir! En ég sætti mig við að hafa bara smá ræmu til að sofa á og að fá regluleg spörk í bakið. Krakkinn var á fleygiferð alla nóttina það var ekki skrýtið að hún hafi rúllað frammúr rúminu miðað við fartinn á henni þarna á milli okkar en þetta var samt alveg pínu kósí öll að kúra saman og svo að hlusta á þau feðginin hrjóta í kór. – Voða sætt. En þetta verður samt ekki reglulegur viðburður ég bara gæti það ekki. Þannig ég fór voða mikið að hugsa um foreldra sem alltaf eru með börnin upp í hjá sér og oft tvö í einu og alveg uppí 5 eða 6 ára jafnvel eldra, ná þau eitthvað að sofa á nóttunni? Ég ætti allavega voða erfitt með svefn og skil þetta ekki…ég skil „kósí” krúttlega hlutann en mér þykir bara of gott að sofa til að meika þetta á hverri nóttu. Bara alls ekki minn tebolli, en bara svo þá sé á hreinu þá dæmi ég alls ekki þá foreldra sem leyfa börnunum alltaf að sofa uppí þetta er bara þerra val ég bara skil það ekki. Sorrí með mig.

Anna Sigrún

– – –

Ég heiti Anna Sigrún og er 28 ára. Ég á eina dóttur sem heitir Freyja og er fædd þann 1. maí 2015 og síðan er lítill drengur væntanlegur í heiminn í lok mars. Ég hef verið gift í þrjú ár en við höfum verið saman síðan 2009.

Ég bý og vinn í Breiðholti, er að vinna á leikskóla í augnablikinu en það styttist í að ég fari í veikindaleyfi á síðustu vikum meðgöngunnar og við tekur svo fæðingarorlof. Helstu áhugamál mín eru barnauppeldi og barnamenning, förðun, ljósmyndun, DIY stúss og falleg hönnun. Ég hef MJÖG gaman af því að versla og skoða allskonar sniðugt á netinu og svo er ég með skipulagsdellu! Ég er mjög dugleg að búa til allskonar lista og skipulag yfir hvernig er best að skipuleggja hitt og þetta…en ég er ekki alveg jafn góð í að fylgja þeim, sérstaklega innan veggja heimilisins.

– – –

Langar þig að verða bloggari? Ertu sprengfull/ur af hugmyndum? Dugar Facebook ekki lengur til að tjá þín hjartans mál? Ertu sæmilega ritfær og skemmtilegri en allt?
Þá er þetta algjörlega málið fyrir þig.

Umfjöllunarefnið er allt sem viðkemur börnum, hinu daglega lífi, hversdagskrísum, merkilegum uppgötvunum, sniðugum hugmyndum og flest allt þar á milli. Foreldrahandbókin.is er vefsíða sem byggir á samnefndri bók sem hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en er væntanleg aftur nú á vormánuðum. Síðan hefur alla jafna verið með vinsælustu lífstíls/fréttasíðum landsins og á sér dyggan lesendahóp.

Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu okkur póst á netfangið: thora(hjá)foreldrahandbokin.is

X