Loading

AÐALFUNDUR SAMTAKA KVENNA MEÐ ENDÓMETRÍÓSU

Nú styttist í aðalfund Samtaka kvenna með endómetríósu, þann 18. febrúar næstkomandi.
Aðalfundurinn verður haldinn í Hringsal Landsspítalans við Hringbraut kl. 13.00-15.00.

Eitt af því sem lagt verður fyrir fundinn eru tillögur stjórnar að breyttum lögum Samtaka kvenna með endómetríósu. Í þeim tillögum felast þó nokkrar efnislegar breytingar. Meðal annars er lagt til að nafni samtakanna verði breytt í Samtök um endómetríósu. Einnig er skerpt á greinum um markmið og starfsemi samtakanna og um hvernig skuli standa að aðalfundum, framboðum til stjórnar, tillögum til lagabreytinga og ákvörðunum um útgjöld samtakanna svo eitthvað sé nefnt.

  • Endómetríósa eða legslímuflakk (endometriosis) er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar.
  • Legslímuflakk finnst m.a. á eggjastokkum, eggjaleiðurum, blöðru og ristli.
  • Helstu möguleg einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir, þvaglát og hægðir. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi.
  • Talið er að 2-5% stúlkna og kvenna séu með legslímuflakk.

Heimasíða samtakanna er Endo.is

X