Loading

AÐGERÐIN GEKK VEL – LITLA STÚLKAN Á BATAVEGI

Heimsbyggðin stóð á öndinni þegar að myndir af hinni fimmtán mánaða gömlu Roona Begum birtust í fjölmiðlum. Roona er með sérlega óvenjulegt afbrigði af vatnshöfði sem hefði dregið hana til dauða innan skamms ef ekkert hefði verið að gert. Var höfuð hennar nálega tvöfallt af stærð og brjargráð fjölskyldunnar engin þar sem þau eru bláfátæk og búa í litlu þorpi í Indlandi.

Það voru tveir norskir námsmenn, Jonas Borchgrevink og Nathalie Krantz, sem hófu söfnun á netinu en þar söfnuðust nálega 52 þúsund dalir sem ætlaðir voru í læknisþjónustu og umönnunn Roonu litlu.

Í kjölfarið hafi The Fortis Foundation samband en það eru góðgerðasamtök sem vildu leggja málinu lið. Þau kostuðu aðgerð sem framkvæmd var í síðustu viku á Roonu litlu og segja læknar að meðferðin hafi gengið vonum framar og nú þegar hafi höfuðmál hennar minnkað um rúma tuttugu sentimetra.

Læknar segja Roonu litlu heppna að vera lifandi og sagði Dr. Sandeep Vaishya, yfirlæknir á taugadeild Fortist Memorial Research Institute, þar sem aðgerðin var framkvæmd, að hann hefði verið undrandi þegar hann sá Roonu í fyrsta skitpi. „Jafnvel þótt ég hefði séð myndirnar átti ég ekki von á höfuð hennar væri svona stórt.”

„Bólgan var það mikil að hún gat ekki lengur lokað augunum almennilega. Við höfum því augnlækni til taks til að fylgjast með að allt væri í lagi,” bætti Dr. Sandeep við. „Ummál höfuðsins var 94 sentimetrar en ætti undir eðlilegum kringumstæðum að vera á bilinu 50-60 sentimetrar.”

„Við erum bjartsýn á að hún muni jafna sig. Aðal áskorunin er að tappa vökva í kringum heilan á henni hægt og rólega svo að heilinn nái að aðlagast,” bætti Dr. Sandeep við.

Móðir Roonu, Fatima Khantoon sagði að lífið væri búið að vera allt annað en auðvelt hjá fjölskyldunnni. Hún sagðist jafnframt vonast til að tengdafjölskylda hennar viðurkenni tilvist Roonu litlu en þau afneituðu henni skömmu eftir fæðingu. Faðir Roonu, Abdul, er nítján ára gamall og þénar sem nemur 1.82 dollurum á dag þegar hann fær vinnu. Hann vill koma á framfæri djúpu þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt fjölskyldunni lið og sem og starfsfólki spítalans.

X