Loading

ÆRANDI SMARTHEIT MEÐ EINFALDRI LITAPALLETTU

Við erum dyggir talsmenn þess að fólk taki sér pensil í hönd og máli svo sem einn vegg í stofunni allt örðuvísi. Það getur gjörbreytt rýminu og gert það allt að 300% fallegra. Hér er til að mynda hugmynd að mjög fallegum lit… svona ljós-antík-grágrænn. Liturinn gerir það að verkum að ekki þarf jafn mikið af myndum á veggina til að fylla rýmið…

En án þess að orðlengja neitt um gildi málningar þá hvetjum við alla til að bretta upp ermarnar meðan vorhretið stendur sem hæðst og taka íbúðina í gegn – úr því að garðverkin eru á bið.

Fleiri myndir af íbúðinni er hægt að nálgast HÉR.

X