Loading

Æskudraumurinn rættist – fékk koddavirki á hóteli

Ben Steinar átti sér einskis ills von þegar hann bókaði sér hótelherbergi á The Hyatt Regency hótelinu í San Francisco á dögunum. Þegar kom að þeim stað á bókunarsíðunni sem spyr um hvort það sé eitthvað annað sem hægt sé að gera fyrir verðandi gestinn skrifaði Steinar í mesta sakleysi að hann yrði voða kátur ef hans biði almennilegt koddavirki þegar hann kæmi í herbergið.

Steinar birti myndir af virkinu og skrifaði á Facebook síðuna sína:

Fyrir mánuði síðan bókaði ég hótel og spurt var hvort það væri eitthvað annað sem hótelið gæti gert til að dvöl mín yrði ánægjulegri. Ég var með einhvern aulahúmor og ákvað að svara eins og bjáni að mig dauðlangaði í koddavirki – bara upp á djókið.
Þrátt fyirir að þetta sé kannski ekki tæknilega séð „virki” þá verð ég að viðurkenna að þetta er það svalasta sem ég hef séð. Til að toppa það var heitt súkkulaði og brjóstsykurstafir inn í „virkinu.”
Það er hálftími síðan ég kom inn í herbergið og ég get ekki hætt að flissa. Og já, ég tók “selfie” inn í „virkinu” mínu og hef aldrei verið glaðari.
Hyatt Regency San Francisco, ég get ekki þakkað ykkur nógsamlega fyrir. Þið þurftuð ekki að gera þetta en þessi litli gjörningur gerði mig að einlægum aðdáanda ykkar fyrir lífstíð.

Til að toppa huggulegheitinn var lítið skilti með sem varaði við því að það gætu verið títiprjónar í virkinu til að halda því saman. Tillitssemi og gleði í hæsta gæðaflokki.

ben4

ben3

ben2

ben1

X