Loading

ÆTLAR EKKI AÐ HÆTTA MEÐ SONINN Á BRJÓSTI

Umræða undanfarinna vikna hefur að miklu leiti snúist um brjóstagjöf og hversu lengi sé við hæfi að hafa börn á brjósti eftir umdeilda grein sem birtist í TIME tímaritinu. Nú hefur sjálf Alanis Morrisette blandað sér í umræðuna og lýst því yfir að hún sé öflugur stuðningsmaður Attachment parenting eða Tengslauppeldis og iðki það sjálf.

Hún segist enn vera með son sinn, Ever Imre, á brjósti en hann er sextán mánaða gamall og hafi ekki í hyggju að hætta því fyrr en hann hafni brjóstinu sjálfur.

„Ég tel að tengslauppeldi styrki barnið og að það muni þurfa færri sálfræðitíma þegar það eldist,” segir Morrisette. „Mitt hlutverk ef að vernda hann og sjá til þess að hann myndi þau tengsl sem nauðsynleg eru. Þessi tími ævinnar er gríðarlega mikilvægur,” bætir hún við.

Morisette og eiginmaður hennar Mario “Souleye” Treadway, eru einnig mjög meðvituð um mikilvægi húð-við-húð snertingar og láta litla soninn sofa upp í hjá sér eins og tíðkast meðal þeirra sem iðka tengslauppeldi. Það hafi þó ekki áhrif á samlíf þeirra hjóna en að þau finni sér ávallt leiðir enda sé það nauðsynlegt í parasambandinu.

X