Loading

Ævintýralegt afmæli

Við elskum þegar fólk leggur bilaða vinnu og metnaði í barnaafæli og óskum þess í laumi að við værum þeim hæfileikum gædd að geta leikið það eftir. En það er ekki fyrir alla en sem betur fer er sniðuga fólkið líka duglegt að taka myndir af meistaraverkunum sínum og við höfum svo sannarlega gaman að því að deila með okkar kæru lesendum.

Þetta stórkostlega „Töfra, einhyrninga, álfa og regnbogapartý” var haldið fyrir hina þriggja ára gömlu Charlotte sem var að sögn móður hennar hæstánægð með daginn sem var töfrum líkastur. Það er alvöru metnaður að sauma búninga á alla gestina og föndra horn á hest en þetta gleður svo sannarlega okkar svarta hjarta.

Ljósmyndir: Sara Sofia

Instagram síða Söru Sofiu

X