Loading

ÆVINTÝRASKÓG Í HERBERGIÐ

Það þarf ekki endilega að vera flókið að „poppa” upp barnaherbergið – né tímafrekt. Vegglímmiðar geta gert ótrúlega mikið fyrir herbergið og hægt er að fá slíka í flestum stærðum og gerðum. Sumir eru úr plasti og aðrir úr efni. Úrvalið er því gríðarlega mikið og við mælum sterklega með því að þið kíkið inn á síðuna hjá The Wall Sticker Company en þar er að finna urmul fallegra límmiða (og veggfóðra).

Þetta hér er ævintýralega fallegt og myndi sóma sér vel í hvaða herbergi sem er.

X