Loading

AFREKAKORT – frekar snjallt…

Hildur Hlín heitir snillingur nokkur sem heldur úti síðunni Dagatöl og kort á Facebook. Þar er meðal annars hægt að panta jólakort og fæðingarspjöld sem er sérútbúið fyrir hvert barn. Virkilega sniðugt og fallegt. Einnig er hún með svokölluð Afrekakort sem gætu verið ævaforn hugmynd en sjálf hef ég ekki heyrt um þau fyrr og finnst þau stórsniðug. Hver pakki inniheldur 33 spjöld til að skrá fyrstu afrek barnanna, s.s. fyrsta tönnin, fyrsta skrefið o.s.frv. Dagsetning hvers afreks er síðan skráð á bakhlið spjaldsins.

Hildur segir að kortin henti vel í myndatökur – þá sérstaklega mánaðarmyndatökur þar sem þroski barnsins er fangaður á filmu.

Hægt er að kynna sér Hildi Hlín og verkin hennar nánar HÉR.

X