Loading

Ákvað að klára meðgönguna þótt barnið væri dauðvona

Eftir að hafa fengið þær átakanlegu fregnir að barnið hennar myndi ekki lifa eftir fæðinguna tók Keri Young ótrúlega ákvörðun. Hún ákvað að klára meðgönguna til að gefa líffærin úr barninu.

Snemma á meðgöngunni varð ljóst að litla stúlkan sem Keri gekk með var ekki með heila og því var ljóst að hún myndi ekki lifa af utan móðurkviðs. Þegar læknirinn færði Keri og eiginmanni fregnirnar var áfallið mikið en þá spyr Keri lækninn að því hvort hún geti klárað meðgönguna og hvort líffærin í henni geti bjargað lífi annarra barna sem annars myndi ekki lifa.

Læknirinn ætlaði vart að trúa því að hún væri að íhuga þennan möguleika í alvörunni en það varð úr að Keri gekk fulla meðgöngu með dóttur sína Evu, sem síðan lést skömmu eftir fæðingu.

Eiginmaður hennar, Royce Young, er rithöfundur og ákvað að deila sögu fjölskyldunnar, eiginkonu sinni til heiðurs enda sagðist hann sjálfur einungis hafa verið áhorfandi eins og aðrir. Hún hafi gengið með barnið, vitandi að það myndi ekki lifa eftir fæðingu. Hvort það yrðu klukkustundir eða dagar var ekki vitað en allt sem fylgir meðgöngu og fæðingu, allur sársaukinn, mjólkurmyndunin, þreytan og annað sem við göngum í gegnum því við fáum í hendurnar lítinn hnoðra sem öllu breytir. Í tilfelli Keri voru engin verðlaun, aðeins sorg en þó fullvissan um það að hennar eigin harmleikur hafði bjargað lífi annarra, sem gerði það þess virði í hennar huga.

Sögu Kerri Young má lesa í heild sinni HÉR.

X