Loading

Aldrei of varlega farið

Móðir nokkur í Bandaríkjunum skrifað áhrifamikla færslu á Facebook til að deila skelfilegri reynslu sem hún varð fyrir í stórverslun. Hún var með börnin sín þrjú með sér og tekur fljótlega eftir því að þrír menn eru að hringsóla í kringum þau. Hún fær strax slæma tilfinningu gagnvart þessu háttalagi og reynir að bíða þá af sér en allt kom fyrir ekki. Á endanum fór hún til öryggisvarðar og tilkynnti um grunsamlegt athæfi. Hún segir morgunljóst að þessir menn voru ekki í versluninni til að versla. Hér hafi verið mannræningar á ferð sem hafi verið að reyna að ná einu barna hennar.

Skilaboð hennar voru áminning til allra foreldra um að fylgjast vel með börnum sínum og líta ekki af þeim á almannafæri þar sem óheiðarlegir einstaklingar leynist víða. Sérstaklega í margmenni þar sem auðvelt getur verið að hrifsa til sín börn og láta sig hverfa. Ekki gleyma ykkur í símanum… passið upp á börnin.

Þótt við á Íslandi séum örugg að við teljum þá brýnum við þetta að sjálfsögðu fyrir öllum þeim sem ætla að skella sér til útlanda í sumar. Meira að segja stórir skemmtigarðar eins og Disney eru uppfullir af öryggisvörðum til að bregðast við nákvæmlega þessum aðstæðum. Ef eitthvað kemur fyrir tilkynntu það strax. Ekki bíða eða byrja á að leita sjálf/ur.

https://www.facebook.com/diandra.toyos/posts/1399781156755663

X