Loading

ALDREI VERIÐ EIN MEÐ BÖRNUNUM

Það fór enginn varhluta af því þegar að Charlie Sheen tók æðið hér um árið og tapaði því í beinni alheimsútsendingu. Sheen var þá skilinn við eiginkonu sína, Brooke Mueller, eftir stormasamt hjónaband en saman áttu þau tvíburasynina Bob og Max. Mueller fékk forræði yfir sonunum en eftir að hafa íttrekað verið uppvís af eiturlyfjaneyslu taldi barnaverndarnefnd að drengirnir væru ekki lengur öruggir í umsjá Mueller. Það var engin önnur en Denise Richards, fyrrverandi eiginkona Sheen, sem fékk bráðabigrðaforræði yfir þeim en sjálf á hún tvær dætur með Sheen, þær Lolu og Sam. Að auki á hún ættleiddan son. Þann fjórða júní nk. verður aftur fjallað um málið fyir rétti þar sem Mueller reynir að fá aftur forræði yfir börnunum.

Almenningsálitið er þó ekki beinlínis með vesalings Mueller og nú hefur því verið ljóstrað upp að hún hafi aldrei verið ein með drengjunum. Hafi hún ávallt haft barnfóstrur sem hafi nánast séð alfarið um umönnun drengjanna enda erfitt að sinna litlum börnum þegar viðkomandi er í eiturlyfjaneyslu.

Hvort þetta er rétt seljum við ekki dýrar en við keyptum það… en vonum bara að drengirnir hafi það sem allra best og að Mueller fari að ganga betur.

X