Loading

ALGENGASTA SKILNAÐARORSÖK NÝBAKAÐRA FORELDRA ER …

Eftir að hafa lesið mig í gengum tugi greina og umfjallana um sambönd, samskipti, foreldrahlutverksið, uppeldi og fleira í þeim dúr – og eftir að hafa sjálf eignast tvö börn er það loksins orðið kristaltært í mínum huga hver mergur málsins er.

Í nýlegri könnun sem gerð var við Berkley háskólann í Kaliforníu voru sextíu pör rannsökuð og niðurstöðurnar voru sláandi (eða þannig). Í ljós kom að eftir því sem fólk var þreyttara/svefnlausara því líklegra var það til að þakka ekki fyrir sig.

Einmitt…

Mergur málsins er sá að svefnleysi hefur skelfilegar afleiðingar – sérstaklega ef um langvarandi svefnleysi er að ræða. Vanþakklæti (skv. Berkley-verjum), vanlíðan, kynkulda, þreytu, pirring, depurð, lífsleiða og þar fram eftir götunum.

Það mætti því einfalda þetta til muna og segja einfaldlega: Svefnleysi rýrir lífsgæði til muna og veldur alvarlegum vandræðum í hvaða sambandi sem er og þá ekki síst parasambandinu.

Þannig að … fyrir nýbakaða foreldra segi ég þetta. Reynið að hvílast þegar þið getið. Ef að annar aðilinn vakir meira en hinn á nóttunni verður hinn að sjá til þess að hinn fái hvíld yfir daginn eða þegar komið er heim úr vinnunni.. þið skiljið hvað ég á við.

Samvinna og skilningur er lykillinn. Árangurinn er ótvíræður!

Frétt um niðurstöður Berkley-verja má nálgast HÉR.

X