Loading

ALGENGUSTU SLYSIN Í HEIMAHÚSUM

Bandaríska barnalæknaráðið birti á dögunum grein í blaðinu Pediatrics þar sem farið var yfir tölfræði slysa og í framhaldinu tilmæli til foreldra um hvernig megi forðast slysin.

Í stuttu máli var stærsti hópurinn sem heimsótti slysadeildina börn í kringum eins árs aldurinn. Það ætti ekki að koma foreldrum á óvart þar sem börn eru yfirleitt að byrja að ganga um það leiti og mjög völt á fæti. Flest slysanna voru klassísk fall-slys þar sem barnið dettur og 86% þeirra voru, eins og áður segir, börn um eins árs aldurinn.

Í framhaldinu mælast þarlendir barnalæknar til þess að börn hætti að nota snuð um sex mánaða aldurinn og eins árs börn noti venjuleg glös í stað stútkanna.

Og af hverju?

Jú, algengt er að börnin skaði sig á munni við fallið og eru snuð og stútkönnur þar ofarlega á blaði. Fái börnin glös eru þau líklegri til að sitja og drekka svo það sullist ekki og því ólíklegra að þau detti á munninn á meðan. Hvort að foreldrar hlýði tilmælum með snuðið er síðan allt önnur saga því það vita flestir að börn eru ekki tilbúin að gefa snuðið sitt svo auðveldlega upp á bátinn.

Barnalæknarnir vöruðu einnig sérstaklega við litlum rafhlöðum en heimsóknir vegna rafhlöðuáts eru mjög algengar. Meðalaldur þeirra sem þurftu að fara á slysó vegna rafhlöðuslysa var 3.9 ár og 60% voru karlkyns.

Aðrar algengar ástæður fyrir komu á slysó?

Hlutir fastir í nefi og eyrum.

Þar hafið þið það.

X