Loading

AMMA OG STJÚPMÓÐIR ÁKÆRÐAR FYRIR MORÐ

Bandaríkin – Amma og stjúpmóðir hinnar níu ára gömlu Savannah Hardin hafa verið ákærðar fyrir morð eftir að refsing sem hún hlaut leiddi til dauða hennar.

Aðdragandi morðsins er sú að amman ku hafa reiðst við stúlkuna þar sem hún laug til um að hafa fengið sér súkkulaðistykki. Í refsingarskyni sendi hún stúlkuna út að hlaupa í kringum húseignina þar sem amma hennar býr. Þremur tímum síðar hné hún niður og fékk krampakast. Var hún flutt í skyndi á sjúkrahús þar sem hún lést nokkrum dögum síðar. Í ljós kom að stúlkan þjáðist af alvarlegri ofþornun auk þess sem sodium magnið í líkama hennar var mjög lágt.

Amma stúlkunnar og stjúpmóðir hafa verið ákærðar fyrir manndráp.

Heimild: Yahoo

X