Loading

APP SEM REDDAR SVEFNINUM

Tæknin kallar ekki allt ömmu sína og þetta snjallsímaforrit er sérhannað fyrir foreldra sem þurfa aðstoð.

Forritið heitir Baby Sleep Care Pro og er sérstaklega sniðugt fyrir börn sem þurfa tónlist til að sofna aftur eða fyrir þá foreldra sem vilja vita hvernig barnið hegðar sér í svefni.

Samkvæmt því sem við komumst næst er hægt að stilla forritið þannig að það spili tónlist, hringi í þig eða spili hljóðupptöku þegar að barnið rumskar eða hreyfir sig.

Gæti bjargað miklu – sérstaklega fyrir þau börn sem þurfa að heyra rödd foreldra sinna þegar þau rumska.

Ekki skal varan þó gæðavottuð svo auðveldlega því umsagnir kaupenda eru mjög misjafnar. Sumir gefa forritinu fimm stjörnur á meðan aðrir bara eina.

Yfir 100 þúsund eintök eru þó seld en forritið kostar $1.99 eða sem nemur 200 krónum og hægt er að fá það á iTunes HÉR.

X