Loading

ÁSTRÍKIR FORELDRAR EIGNAST AFSLAPPAÐRI BÖRN

Þetta hljómar eins og argasta tilfelli af heilbrigðri skynsemi en loksins hefur það verið staðfest með vísindalegum rannsóknum það sem margir flokka sem heilbrigða skynsemi. Staðfest hefur verið að börn sem fá ást og umhyggju frá mæðrum sínum eru síður líkleg en önnur börn til þess að verða taugaveikluð eða óvinveitt er þau vaxa úr grasi.
Dr. Johanna Maselko sem starfar við Duke háskólann í Bandaríkjunum framkvæmdi ásamt teymi vísindamanna rannsókn á hegðunarmynstri 500 manna og kvenna allt frá barnæsku fram til fullorðinsára (sem miðaðist við þrítugsaldurinn).
Dr. Maselko segir að niðurstöðurnar bendi til þess að það sé undrahormóninu Oxýtósín að þakka – þ.e. við mikið knús og atlæti mæðranna losuðu barnið frekar þetta hormón sem virðist stuðla að framtíðar hamingju og koma í veg fyrir kvíða og taugaveiklun.
Þykja rannsóknirnar staðfesta það sem lengi hefur verið talið – að börn þarfnist ástar og umhyggju, stöðugs samband við fáa en góða umönnunaraðlila – og að það sé öllum til heilla að rækta og styrkja sem mest samband barns og foreldra þess.
Af hverju einungis er talað um mæður í rannsókninni skal ósagt hér en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þessi mál nánar skal bent á bók Sæunnar Kjartansdóttur, Árin sem engin man, sem er án efa ein stórmerkilegasta bók sem komið hefur út hér á landi.

X