Loading

Átján ára einstæð móðir segir sögu sína

Það er alltaf jafn þakklátt þegar foreldrar deila sögum sínum og reynslu. Að vera ung einstæð móðir er veruleiki sem ekki er mikið talað um að því virðist og hálfpartinn litið hornauga enda eiga jú allir að taka út þroska og mennta sig áður en farið er út í barnauppeldi. En þannig er það ekki alltaf. Sumir eru hreinlega tilbúnir til að eignast börn fyrr og stundum gerast hlutirnir einfaldlega og þá er það í höndum viðkomandi hvort haldið er áfram með meðgönguna eða ekki.

Þetta kallast valkostir og við erum gríðarlega heppin að hafa þá. Því ber jafnframt að virða val annarra því það er einmitt það sem felst í því að hafa val. Við rákumst á þennan pistil inn á Meyjur.com og þökkum fyrir. Í honum deilir Heiðdís Anna reynslu sinni af því að vera einstæð móðir – og ung!

Við birtum hér brot úr pistli hennar sem er frábær í alla staði og hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að heimsækja Meyjur.com og lesa pistilinn í heild sinni.

„Færðu aldrei frí?” Þessa spurningu fæ ég oft þegar ég tala um að vera einstæð. Þú færð aldrei frí frá því að vera foreldri sama hvort þú sért einstæð/ur eða ekki, en þú færð tíma til að gera eitthvað allveg fyrir þig sjálfa kanski við og við. Þó þú sért ekki með barnið/börnin hjá þér þa ertu alltaf foreldri. Þegar ég er ekki með dóttur minni hugsa ég um hana stanslaust. Ég stunda líkamsrækt vanalega 4-6 sinnum í viku. Það er „fríið” mitt. Að komast að hreyfa mig er rosalega mikilvægt fyrir andlegu og líkamlegu heilsuna mina. Ég fæ alla þá útrás sem ég þarf og fer vanalega með vin eða vinkonu. Þá fæ ég félagsskapinn sem mig skorti alla þá klukkutíma sem ég er ein heima með dóttur mina. Ekki það að dóttir min sé ekki góður félagsskapur! Hún er langt því frá að vera lélegur félagsskapur.

Ég hef upplifað það að vera „skilin út undan” mjög mikið eftir að ég varð olett og upplifi það enn. Ég man vel eftir því þegar gömlu vinkonur minar voru að gera eitthvað og mér var ekki boðið. Eg vissi allann timann að mér hefði verið boðið væri ég ekki olett. Ég átti hinsvegar tvær vinkonur sem stóðu þétt við bakið á mér alla meðgönguna og hafa verið til staðar fyrir mig, boðið mér að gera eitthvað með sér eftir að dóttir min fæddist. Eg er óendanlega þakklát fyrir þær! Ég bjóst alltaf við að þetta myndi hætta þegar dóttir min væri fædd. Þegar hún var fædd fann ég meira fyrir þessu. Að öllum líkindum vegna þess að ég var að búast við öðru. Á netinu sýndu allir stuðning, skrifuðu sætt við myndinar minar og sendu mér skilaboð um að við þyrftum að fara hittast. Vanalega þegar það kom að því að hittast þá kom eitthvað uppa hjá hinum aðilanum og hann komst ekki. Sem ég skil alveg. Ef það kemur eitthvað upp á þá er það bara þannig og ég syni skilning.

Ljósmynd: Instagram

X