Loading

Atriði sem foreldrar mega ekki gleyma

Þegar maður er í fullu námi, með heimili og jafnvel aukavinnu er stundum auðvelt að gleyma því að setja börnin, makann og mann sjálfan framarlega í forgangsröðunina. En það þarf svo lítið til… Og þó maður viti upp á sig sökina getur verið að manni detti ekkert í hug þannig við tókum saman nokkur atriði sem sérfræðingarnir eru sammála um að séu ákaflega mikilvægir.

Láttu börnin vita að þú sért spennt/ur að sjá þau þegar þau koma inn í herbergið. Látum þau sjá ástina í augum þínum þegar augnaráð þeirra mætir þínu. Hafðu tilvist þeirra í huga með að sýna þeim bros þitt og taka vel á móti þeim. Segðu nafni þeirra upphátt. Börnin elska ekki bara að heyra nafnið sitt heldur einnig að finna staðfestingu frá ástvinum. Hugsaðu um það frá fullorðins sjónarhorni – Myndir þú ekki elska það ef andlitið á manninum/konunni sem þú elskar mest myndi lýsast upp í hvert skipti sem þú kæmir inn í herbergið? Barnið þitt elskar þig mest, ímyndaðu þér ánægjuna af barnæsku fullri af ástúð.

Láttu börnin vita að þau skipti meira máli en vinnan og settu foreldrahlutverkið fyrst með því að ná augnasambandi og athygli. Börnin hafa ekki bara þörf fyrir þig, þau þurfa þig til staðar fyrir sig. Leiktu með börnunum þínum, hafðu samskipti við þau og finndu út hvað er mikilvægt fyrir þau með því að spyrja spurninga og hlusta á svör þeirra. Börnin eiga skilið svolítið af þér á hverjum degi, að minnsta kosti nokkrar mínútur þar sem þú ert ekki í símanum og þau fá óskipta athygli.  Að láta börnin vita að þau séu mikilvæg er eins og að gefa þeim insúlínskot af hamingju.

Vertu góð fyrirmynd. Manneskjur læra fyrst og fremst í gegnum fyrirmyndir sínar. Og í raun getur þú ekki forðast að vera fyrirmynd fyrir börnin þín, góð eða slæm. Að vera góð fyrirmynd er þá líklegast mikilvægasta starf þitt. Það sem þú gerir skiptir máli. Hvort sem það er þín eigin hegðun eða hvernig þú umgengst annað fólk, þá læra börnin af þér.

Lestu fyrir börnin og lærðu að hlusta á þau. Að hjálpa til við að hlúa að ást til hins ritaða orðs mun hjálpa börnunum að þróa ást fyrir lestri síðar meir. Það er of auðvelt að útiloka tal barna okkar. Taktu frekar þátt í samræðum þeirra.

Refsaðu með elskandi hjarta. Refsing er, í dag, með slæmt orðspor. Niðurstöðurnar eru foreldrar fullir af sektarkennd og börn sem láta varla að stjórn. Börn þurfa takmörk. Þau munu hunsa þessi mörk annað slagið. Sanngjörn refsing er ein af leiðunum sem manneskjurnar hafa notað til að læra. Börn verða að skilja hvað refsing stendur fyrir og að uppsprettan sé foreldraástin.

Þú getur ekki verið of elskandi. Það er einfaldlega ekki hægt að spilla barni með ást. Það sem við hugsum oftast um sem veldur spilltu barni er aldrei að því sé sýnt of mikil ást. Það er hinsvegar yfirleitt afleiðing þess að gefa barni hluti í stað kærleiks.
Taktu þátt í lífi barnanna. Það að taka þátt sem foreldri getur verið erfitt og tekið tíma og það þýðir oft að þú þurfir að endurskipuleggja eða endurskoða forgangsröðunina. Það þýðir oft að þú þurfir að fórna því sem þú vilt gera fyrir það sem barnið þitt þarf að gera. Vertu til staðar, andlega og líkamlega.

Láttu fjölskyldumáltíðirnar skipta máli. Matarborðið er ekki einungis staður næringar og fjölskyldumála heldur einnig staður fyrir kennslu. Hegðun og reglur síast inn við matarborðið. Fjölskyldumatartímar eiga að miðla og halda uppi hugsjónum sem börnin geta nýtt sér á lífsleiðinni.

Fáðu hjálp þegar þú þarft þess. Það er hjálp að fá þarna úti – en við erum ekki nógu dugleg að biðja um hana. Of margir foreldrar halda að við eigum að vera fær að finna út úr hlutunum á eigin vegu – því barnauppeldi er eitt af undirstöðum heimilisins, það er ekki eitthvað sem meirihluti foreldra finnst þeir ættu að þurfa aðstoð við, eða ættu að fara á námskeið til að læra það. En það er vitleysa – við þurfum ekki að vera kennt að elska börnin okkar, en við gætum öll notið góðs af nokkurra ábendinga um hvernig er best að höndla erfiðar aðstæður eða hugmyndir að aðferðum sem virka. Aðrir foreldrar eru frábær uppspretta fyrir hugmyndir og siðferðislegan stuðning.

Ekki gleyma að hlæja! Jafnvel á erfiðum tímum máttu ekki missa sjónar af húmornum. Uppeldi barna er mjög gefandi og gríðarlega uppfyllandi… og ef það er annað starf í heiminum sem gefur þér jafn mörg kostuleg augnablik, veit ég ekki hvað það er. Við gleymum okkur ekki nóg í gleðinni sem fylgir því, eða skemmtuninni og sérstaklega ekki í hlátrinum.

Ekki vanrækja aðra (sérstaklega ekki maka þinn). Það er engin spurning, að vera foreldri setur mikið álag á sambandið. Allt breytist þegar barnið mætir á svæðið. Það er alltof auðvelt fyrir samband sem var einfalt, skemmtilegt og kynferðislega spennandi í að verða erfitt, leiðinlegt og kynferðislega lokað. Þegar börnin eldast og þarfir þeirra verða flóknari, eru mörg pör sem falla í gildru og einbeita sér alveg að þeim þörfum og gleyma þar af leiðandi þörfum sambandsins. Þú skuldar ekki aðeins börnunum þínum heldur einnig þér sjálfri/sjálfum að vanrækja ekki tengslin sem áttu þátt í að fjölskylda þín varð til. Ekkert barn vill sjá foreldra sína hætta saman svo hafðu í huga að engin tengsl geta blómstrað án smá athygli. Svo bókaðu ömmu í að passa krakkana og pantaðu hótel fyrir ykkur yfir helgi. Núna.

X