Loading

Átta ára stúlka gerði förðunarmyndband en hvað er þetta dömubindi að gera?

Internetið er yfirfullt af endalausum förðunarmyndböndum sem kenna okkur allt sem við þurfum til að líta betur út. Eða svo er okkur sagt. Það er því ekkert skrítið að börnin leiki þetta eftir og hér gefur að líta förðunarmyndband sem átta ára stúlka ákvað að gera.

Það er sem er hins vegar drepfyndið við myndbandið er dömubindið sem læðist inn í myndbandið en greinilegt er að stúlkan hefur ekki hugmynd (eðlilega) um hvað þetta er eða hvernig eigi að nota það. Hún deyr þó ekki ráðalaus eins og sést í myndbandinu.

X