Loading

AUGLÝSINGIN SEM ÁTTI ALDREI AÐ BIRTAST

Auglýsing sem sýnir hvítvoðung á brjósti halda á Oreo kexi hefur vakið sterk viðbrögð víða um heim. Samkvæmt fyrstu fregnum var um að ræða auglýsingu sem notuð var í Suður Kóreu en talsmenn Kraft Food, sem framleiðir Oreo kex, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeim fregnum er neitað. Auglýsingin sé þó „ekta” en ekki fölsun.

„Auglýsingin var búin til fyrir ráðstefnu. Hún átti einungis að birtast einu sinni og átti aldrei að koma fyrir sjónir almennings. Hún hefur ekki birtst í Kóreu né í öðrum löndum,” segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

 

X