Loading

BABY BRAIN & NÖFN

Aldrei vissi ég að það að vera ólétt þýddi að heilinn minn hætti að virka… Enginn sagði mér það! Og það fyndna er að meirihlutan af meðgöngunni hafa vinir mínir og fjölskyldan semi hundsað ruglið í mér.. með rugli þá meina ég t.d. það að ég get nánast ekki sagt heila setningu án þess að mismæla mig eða sleppa 1-3 orðum.. segi stundum hluti sem meika ekkert sense, og í staðinn fyrir að horfa á mig eins og ég sé rugluð þá kinka vinir mínir bara kolli og “skilja” hvað ég meina haha algjörlega horfa framhjá því að ég hljóma eins og útlendingur að reyna að tala íslensku beint af google translate…

Þetta er auðvitað mjög nice af þeim en stundum stoppa ég og hugsa bara “hvað í ósköpunum var ég að reyna að segja?” Ég hætti eiginlega að geta verið fyndin útaf því að ég gleymi punchline-inu oftast áður en að að því kemur… í hausnum á mér ætla ég að segja eitthvað fáránlega fyndið og svo enda ég oftast á því að segja bara… “Ég veit ekki hvað ég ætlaði að segja…” Sönnun eitt fyrir baby brain hjá mér er t.d. það að fyrsta bloggið átti að vera um Nöfn.. rite? Fattaði ekki fyrr en ég las það í dag að ég bara minntist ekkert á nöfn í því hahaha

En að nafninu.. ætla sko ekki að gleyma því í þetta skiptið!

Ég fæ reglulega spurninguna hvort við séum búin að finna nafn.. og svarið er alltaf nei. Hvernig er hægt að velja nafn á manneskju sem þú veist ekki einu sinni hvernig lýtur út ? Veit reyndar að fullt af fólki velur nafn stundum löngu áður en að það á von á sér, og það er bara í fínu lagi, hélt að ég væri löngu búin að velja nöfnin á fyrstu börnin mín, en einhvernveginn get ég ekki ákveðið hvað passar við litla minn því ég veit ekkert hvernig karakter hann er né hvernig hann lýtur út.

Og hafið þið tékkað á ÖLLUM nöfnin sem eru til? Ekki séns að ég geti valið 1-2 nöfn.. sem að barnið mitt mun heita að allt hans líf, Aðeins of mikil pressa !
Sé fram á að ég muni kalla hann Baby boy allavega fyrsta mánuðinn !

Svona í endan á þessu öðru bloggi mínu þá vill ég henda því inn að prinsinn er laus skorðaður þannig að ég þarf ekki að stressa mig á sjúkrabílaferðum og því sem fylgir óskorðuðum litlum strák, heimferða/spítalatöskurnar tilbúnar og allt komið og bara 4 vikur í stefnu, 4 vikur í að lífið hætti að snúast um mig, og byrji að snúast um frumburðinn, jeiiiij !

Kv.Ásrún

– – –
Ég heiti Ásrún, er 25 ára gömul og kem úr Hafnarfirðinum.
Ég á von á litlum prins í mars og er á lokasprettinum að gera allt ready fyrir litla mann. Ég veit í rauninni mjög lítið hvað ég er að gera en maður vonar að þetta komi bara.
Ég elska að taka ljósmyndir, mála myndir og hlusta á góða tónlist. Vona að mín reynsla á þessari merkilegu lífsreynslu hjálpi einhverjum í sömu sporum.

X