Loading

Bað lögguna um að hjálpa sér með heimalærdóminn

Hvað gerir tíu ára gömlul stúlka þegar hún lendir í vandræðum með heimanámið? Hin úrræðagóða Lena Draper var í töluverðum vandræðum með heimanámið í stærðfræði en í stað þess að gefast upp sendi hún lögreglunni skilaboð þar sem hún bað um hjálp. Hún fékk strax skilaboð um að ekki væri stanslaust fylgst með Facebook skilaboðum þannig að hringja þyfti í neyðarlínuna ef að erindið væri brýnt.

Lena áttaði sig á því að ekki væri um neyðartilfelli að ræða og átti alls ekki von á að fá svar við fyrirspurninni tveimur tímum síðar. Spurt var við hvað hana vantaði aðstoð og hún svaraði því til að heimanámið væri að vefjast fyrir henni. Því næst sendi hún þeim dæmið og fékk svar. Síðan héldu þau áfram og fékk Lena ítarlega útskýringu á dæminu. (Sem reyndar reyndist vitlaus en það er aukaatriði hér.)

Móður Lenu þótti þetta ákaflega fallegt og birti mynd af samskiptum dóttur sinnar og lögreglunnar á Facebook. Lögreglan fór að dæmi hennar og deildi myndinni og tó sérstaklega fram að markmið þeirra væri að þjóna samfélaginu.

Ath. myndin af lögreglunni og stúlkunni tengist fréttinni ekki neitt.

X