Loading

BANNAÐ AÐ PUMPA Í FLUGI

Já, það er misjafnt hvað lagt er á mjólkandi mæður en ein ónefnd kona sem hugðist mjólka sig í flugi var harðbannað að stunda slíkt athæfi um borð. Sú sem las henni pistilinn var flugfreyja sem studdist við handbók flugþjóna þar sem stóð að einungis mætti nota viðurkenndan læknisbúnað um borð og þar sem brjóstapumpa væri ekki slík græja skyldi hún hætta þessu á stundinni.

Mjólkurmóðirin brást hin versta við og fór með málið í fjölmiðla en hún hafði fyrir flugið haft samband við forsvarsmenn flugfélagsins (eða einhvern á skiptiborðinu) sem hafði fullvissað hana um að ekkert bannaði henni að pumpa á ferð.

Það eina sem við veltum fyrir okkur – eftir að hafa flogið mikið innanlands í Bandaríkjunum þar sem þrengslin í vélunum eru svakaleg – er hvernig henni tókst yfir höfuð að koma pumpunni fyrir, hvort að það sat ókunnugur maður við hliðina á henni (ég fór einu sinni í þannig flug þar sem ég þurfti að gefa barninu brjóst á leiðinni og maðurinn við hliðina á mér féll næstum því í yfirlið af hryllingi) eða af hverju það er ekki sérstök aðstaða um borð fyrir mjólkandi mæður (djók – það mun ekki gerast í náinni framtíð).

En hvað um það… sjáið þið eitthvað athugavert við að pumpa í flugi? (það er öllum frjálst að hafa hvaða skoðun sem er…)

Medelafreestyle

X