Loading

BARN DEYR Í BURÐARPOKA

Tveggja daga gamalt barn í Adelade í Ástralíu lést á dögunum í burðarpoka. Móðir barnsins uppgötvaði að barnið var hætt að anda en þá var það þegar látið. Í kjölfarið hefur verið sent bréf til Læknaráðs Ástralíu þar sem farið er fram á að foreldrar og umönnunaraðilar fái tilhlýðlegar upplýsingar og öryggisleiðbeiningar um notkun burðarpoka.

Burðarbokar eru aldagömul aðferð sem að talin er efla tengslamyndun foreldra og barna þar sem barnið hvílir þétt upp við líkama þess sem heldur á pokanum. Að auki er aðferðin sögð róa óvær börn og veita þá nærveru sem er hverju barni nauðsynleg.

Hins vegar hafa verið uppi háværar öryggisraddir um öryggi og rétta noktun burðarpokanna og í fyrra voru milljónir burðarpoka innkallaðir í Bandaríkjunum eftir að þrjú börn létust. Þau börn voru í The SlingRider og Wendy Bellissimo pokum sem framleiddir eru af Infantino.

Neytendasamtökin í Bandaríkjunum hafa gefið út þau tilmæli að börn innan fjögurra mánaða séu ekki sett í burðarpoka. Takmörkuð stjórn höfuðsins valdi því að barnið á erfitt með að hreyfa sig ef að súrefnisflæði skerðist.

Í Bandaríkjunum hafa 14 dauðsföll verið rakin til notkun burðarpoka, þar af voru 12 barnanna undir fjögurra mánaða aldri. Slysið í Ástralíu er talið það fyrsta sinnar tegundar þar í landi.

Ekki kom fram í fréttinni hvaða gerðar burðarpokinn var sem að barnið lést í.

Heimild: Daily Mail

X