Loading

BARN FANNST Í KLÓSETTRÖRI

Ókey – við ætluðum ekki að skrifa um þetta mál því það er svo skelfilegt en þar sem þetta endaði nú allt saman vel þá neyðumst við víst til þess en björgunarmenn í Kína náðu í gær nýfæddu barni úr klósettröri í fjölbýlishúsi þar sem því hafði verið sturtað niður skömmu eftir fæðingu. Fylgjan var áföst barninu og þar sem foreldrarnir hafa ekki enn fundist er ekki vitað hvort um var að ræða skelfilegt slys eða ásetning.

Mál sem þessi eru algeng í Kína þar sem strangar reglur um barneignir eru í gildi og alla jafna reglan sú að hvert par eignast einungis eitt barn. Því hefur jafnframt verið algengara að stúlkubörn séu borin út þar sem drengir þyki fýsilegri kostur.

Barnið náðist úr rörinu og dvelst nú á sjúkrahúsi. Það er sagt vera á batavegi og heilsist ágætlega miðað við aðstæður. Foreldranna er sem áður segir leitað en hafa enn ekki fundist.

barn

barn2

barn3

X