Loading

Barnabílstóll framtíðarinnar

Við viðurkennum fúslega að þessi stóll er frekar flottur. Hann er hannaður af pabba sem var kominn með nóg af öllu veseninu sem honum þótti fylgja hefðbundnum barnabílstólum. Stóllinn er sérlega formfagur en aðalkosturinn við hann er sú vernd sem haldfangið veitir höfði barnsins. Hann er jafnframt fisléttur og sérlega snjall að flestu leiti.

Stóllinn heitir Kioma og var kynntur á JPMA barnasýningunni í Anaheim í Bandaríkjunum á dögunum og vakti mikla athygli. Stóllinn kemur í verslanir í september en hægt er að forpanta hann. Mun hann kosta rétt rúmar tíu þúsund krónur.
Hægt er að kynna sér stólinn nánar hér.

X