Loading

Barnaburðarpokar: Stórhættulegir eða algjörlega ómissandi?

Barnaburðarpokar eru notaðir um allan heim og eru vinsældir þeirra sífellt að aukast. Þrátt fyrir það eru ekki allir á einu máli um öryggi þeirra enda dæmi um að börn hafi látist í þar til gerðum burðarpokum. Bandaríska neytendastofnunin (CPSC) sendi fyrr á þessu ári frá sér tilkynningu þar sem foreldrar eru varaðir við köfnunarhættu sem fylgir notkun pokanna. Skömmu síðar voru pokar frá Infantino innkallaðir.

Gefnar hafa verið út eftirfarandi leiðbeiningar um rétta notkun pokanna og hvað beri að hafa sérstaklega í huga til að forðast slys:

  • Gætið þess að andlit barnsins sé sýnilegt þannig að þú sjáir það og það þig. Helst ætti andlit barnsins að vera fyrir ofan brún pokans eða pokinn skorðaður þannig að andlitið sé sýnilegt. Aldrei skal byrgja andlit barnsins.
  • Konur sem nota pokann meðan á gjöf stendur verða að gæta þess að hagræða barninu eftir gjöf þannig að engin köfnunarhætta sé til staðar (sjá að ofan).
  • Gættu reglulega að barninu til að tryggja öryggi þess.
  • Ekki hlaupa, skokka, hoppa eða stunda mikla hreyfingu með barnið framan á þér.
  • Gættu þess að stærð pokans sé rétt fyrir barnið.

Þrátt fyrir þetta hafa pokarnir aldei verið vinsælli meðal foreldra enda margt gríðarlega jákvætt við notkun þeirra. Barnið liggur þétt upp við foreldrið (eða þann sem „klæðist” pokanum) og er því eins nálægt því að vera í móðurkviði og hægt er utan líkamans. Talað er um að hjarsláttur foreldrisins rói óróleg börn og oft eru pokarnir eina úrræðið fyrir óvær börn. Pokarnir eru líka þægilegir fyrir foreldrana þar sem báðar hendur eru lausar og því hægt að gera ýmislegt í leiðinni.

Mynd: Baby Slings by Mod Mum

X