Loading

BARNAHERBERGI DRAUMA MINNA

Við erum gjörsamlega hugfangin af þessu barnaherbergi enda svo sem ekkert skrítið. Rýmið er dásemd ein og sér enda vítt til veggja, hátt til lofts og gluggarnir stórir þannig að yfirdrifin birta prýðir herbergið.

Stílhrein húsgögn – fullorðins í bland við barna – skapa síðan ótrúlega fallega stemningu og hlýleikinn er rammaður inn með mottunni á miðju gólfsins. Í alla staði æðislegt herbergi sem að hvert barn myndi sóma sér vel í. Hvort það virkar vel í praxís er síðan allt annað mál en sérstaka athygli vekur pappahúsið flotta… við ætlum að leggjast í smá rannsóknarvinnu og finna úr hvaðan það er. Meira um það síðar.

Heimild: Sarah Dorio

X