Loading

Barnalæknir bannar óbólusett börn á biðstofuna sína

Almennt eru flestir sammála um gildi og gagnsemi bólusetninga þótt fæst okkar hafi skilning á því hvað orðið faraldur þýðir í raun og veru og hvernig það er að upplifa barnadauða í stórum stíl eins og var raunin hér áður fyrr.

Þó eru margir sem kjósa að bólusetja ekki börnin sín og eru þeir í fullum lagalegum rétti til að gera það. Þó eru viðbrögð við slíku að víða að verða harðari enda ekki svo langt síðan fór að bera á mislingasmiti víða um heim – sem má gagngert rekja til þess að færri börn eru nú bólusett.

Bandaríski barnalæknirinn Dr. Mike Ginsberg er með mjög skýra stefnu á læknastofunni sinni en hún er einföld. Ef hann er læknir barnsins þíns þá verður það bólusett. Ef þú gerir það ekki mun hann tilkynna þig til barnaverndaryfirvalda (þó svo að ekkert verði gert). Hann er tilbúinn að setjast niður með þér og fræða þig ítarlega um bólusetningar en ákveðir þú að bólusetja barnið ekki skaltu fara út og ekki koma aftur. Þú lætur bólusetja barnið á réttum tíma því það er ekki í boði að vera sveimhugi og muna ekki eftir bólusetningunni og stofna þannig lífi barna í hættu. Á læknastofuna hans koma börn með skert ónæmiskerfi, hvítblæði og aðra erfiða og alvarlega sjúkdóma sem megi ekki við því að vera í návígi við mislingasmitandi börn á biðstofunni. Eins séu börn bólusett á mismunandi aldri og því ekki í boði fyrir yngri börn sem ekki sé enn búið að bólusetja við mislingum að vera í návígi við stálpað mislingaveikt barn.

Allur textinn er mjög kjaryrtur en almennt virðist hann falla í góðan jarðveg meðal foreldra en þess ber að geta að árið 2015 voru sett lög í Kaliforníu um að börn í skólum fylkisins yrðu að vera bólusett (nema í undantekningartilfellum af læknisfræðilegum ástæðum).

X