Loading

BARNATENNUR Í BANKAHÓLF

Tannálfurinn er í tómum vandræðum ef marka má þessa fregn en foreldrar eru margir hverjir farnir að geyma tennur barna sinna til að varðveita stofnfrumur sem að í þeim kunna að leynast. Er tilgangurinn sá að nýta stofnfrumurnar síðar meir ef á þarf að halda þar sem þær munu í framtíðinni leika lykilhlutverk í lækningu ýmissa sjúkdóma. Ekki er þó nóg að grípa tennurnar um leið og þær losna heldur þarf að losa þær með aðstoð tannlæknis (þegar þær eru orðnar lausar) og geyma í sérstökum frystihólfum. Leiga á slíkum hólfum er fokdýr og getur því kostnaðurinn við tanntökuna og geymsluna hlaupið á hundruðum þúsunda.
Læknar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessarar aðferðar og hvort hún muni í reynd skila einhverju. Hafa margir fullyrt að engin læknisfræðileg eða vísindaleg rök fyrir þessum aðgerðum og benda á að um svipað leiti og stofnfrumutæknin hefur verið þróuð almennilega verði að öllum líkindum hægt að nálgast stofnfrumur úr einstaklingum með einfaldari hætti.

Mynd: iStock

X