Loading

BARNAVAGNAVIKA VÍS OG FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS

Á mánudaginn hefst Barnavagnavika Vís og Ferðafélags Íslands en þar gefst fólki með barnavagna kostur á að fara í skemmtilega og hressandi göngutúra um borgina. Að auki verðar léttar æfingar, teygjur og slökun. Ekkert kostar í göngutúrana en hver göngutúr er um 60-90 mínútur að lengd. Fararstjóri er Auður Kjartansdóttir. Lagt verður af stað kl. 12.15 alla daga.

Mánudagur 7. maí kl. 12.15 – Mæting við Árbæjarlaug

Þriðjudagur 8. maí kl. 12.15 – Mæting við Nauthól

Miðvikudagur 9. maí kl. 12. 15 – Mæting við Gerðasafn í Kópavogi

Fimmtudagur 10. maí kl. 12.15 – Mæting við Perluna

Föstudagur 11. maí kl. 12.15 – Mæting við Húsdýragarðinn Laugardal.

X