Loading

BARNAVÖRUMARKAÐUR 7. MAÍ

Í dag 7. maí, verður haldinn Litli Barnavörumarkaðurinn milli kl. 18-21 í Salaskóla í Kópavogi.
Þar koma saman vefverslunareigendur, sem flytja inn eða vinna frá grunni hér heima barnavörur fyrir börn á aldrinum 0-3ja ára.

„Ég hef alltaf haft eitt fjáröflunarverkefni á mörkuðum, helst einhver samtök, sem eru óvinsæl eða óþekkt, til að vekja athygli á þeim og gefa þeim möguleika til að kynna og safna fyrir ákveðið verkefni, sem þeir vinna að,” segir Elena Teuffer aðstandandi barnavörumarkaðarins.
„Að þessu sinni ætlum við að styðja samtökin Litlir Englar, sem eru samtök sem styðja foreldra sem missa fóstur. Fósturlát er frekar falið umræðuefnið, konur bera það ekki á torg en sorgin er ekki minna en við ástvinamissi.”

Upplýsingar um Litlir Englar og þeirra starfsemi er HÉR.

Vekefnið sem stutt verður núna á markaðnum snýst um að fegra duftreitinn fyrir fóstur í Fossvogskirkjugarðinum. Anna Lísa Björnsdóttir, sem er í forsvari fyrir verkefnið hafði þetta um það að segja:

„Duftreiturinn í Fossvogskirkjugarði þarf á alúð að halda. Við erum þrjár mæður sem eigum börn þar sem langar til þess að taka reitinn í gegn, koma fyrir steini og listaverki ásamt bekkjum. Þetta verkefni mun taka smá tíma og kosta sitt. Öll framlög eru vel þegin, ásamt stuðningi hverskonar. Við erum að vinna þetta í samstarfi við Litla Engla sem eru stuðningssamtök við foreldra sem missa í meðgöngu.”

Frekari upplýsingar um kirkjugarðsverkefnið gefur Anna Lísa í gsm 659 3804.

Fjáröflun fer fram á tvenns konar hátt:
– með uppboði á event-síðunni á Facebook, þar sem allir geta sett in mynd af barnavöru og upphafsverð,
-> https://www.facebook.com/events/542145479170708/

– og með fjáröflunarborði á markaðnum, þar sem notuð barnaföt verða til sölu.

Allir, sem vilja leggja góðu málefni lið, mega taka þátt í fjáröflun: með því að setja hluti á uppboðið, bjóða í þá eða koma með vel með farin notuð föt á markaðinn á þriðjudagskvöldið. Allur ágóðinn af sölunni rennur óskiptur í kirkjugarðsverkefnið Litla Engla.

Allir eru velkomnir á markaðinn og að fá sér kvöldkaffi á staðnum með heimabökuðu meðlæti.

X