Loading

BARNIÐ OKKAR – NÝ VEFSÍÐA FYRIR FORELDRA

Barnið okkar er ný vefsíða þar sem Ingibjörg Baldursdóttir, brjóstagjafaráðgjafi og snillingur miðlar úr viskubrunni sínum. Ingibjörg hefur um árabil haldið námskeið og aðstoðað foreldra með ráðum og dáðum (og vitjunum) og nú loksins hefur hún opnað vefsíðu sem hýsir allan fróðleikinn og veitir foreldrum betri aðgang að henni og þjónustu hennar. Hún hefur jafnframt verið ötull liðsmaður hér á Foreldrahanbókinni með pistlaskrifum og góðum ráðum og við hvetjum alla foreldra eindregið til að nýta sér þjónustu hennar og þann ómetanlega reynslubanka sem hún á í fórum sér.

Við óskum henni hjartanlega til hamingju með síðuna sem hægt er að nálgast HÉR.

X