Loading

BARNIÐ VAR HÆTT AÐ STÆKKA – REYNSLUSAGA

Ég var gengin 34 vikur þegar kom í ljós að krílið var hætt að stækka og byrjað var að hugsa um gangsettningu.

Á 37 viku var ég svo gangsett og ég man þann dag eins og hann hafi gerst í gær. Það var 10. febrúar sem við mættum dauðþreytt eftir svefnlausa nótt vegna stress og áhyggja, upp á mæðradeild klukkan átta um morguninn.

Þetta var lengsti dagur lifs mins og ég hrósaði hjúkkunum og ljósmóðurinni minni í lokin fyrir að hafa þolað mig allan þennan tíma. Byrjað var að sprengja belgin um hádegi hjá mér en ekkert gekk. Ég var með endalausar hríðir, en útvíkkunin var aldrei næg. Ég var uppdópuð af verkjalyfjum og gleðigasi í tíu heila tíma.

Það var ekki fyrr en kl 23 að læknanir ákváðu að það þyrfti gera einhvað. Hjartað á stelpunni var að fara kalla NEI ekki meir, og hjartað í mér líka. Ég hugsaði „Nei ekki strax, ég er ekki komin nema með þrjá sentimetra í útvikkun og er búin að vera rembast í tíu tíma, ég hlýt að geta meir.”

En það gekk ekki eftir og kl 23:45 fórum við upp á svæfingadeild. Kærastinn hélt í hendina á mér allan tíman á leiðinni, og ég var með tárin í augun og hugsaði alltaf „Hvað EF, hvað EF?”

Svo vorum við komin upp á deild, ég var færð yfir á skurðborðið og læknanir byrjaði að undirbúa. Eina settningin sem ég man eftir á þessum degi kom frá svæfingalækninum „Þetta mun ganga og kraftaverkabarnið fæðist innan skamms.”

Stelpan mín fæddist 2060 gr, 46 cm og 8 merkur.

Ég hafði alltaf þráð venjulega fæðingu, þrátt fyrir allar hræðslusögur, alltaf þráð að remba litla krílinu út en að fara í keisara.  Að fá að upplifa fallega fæðingu, ekki vera skorin upp og eiga þannig.

Að hafa farið í bráðarkeisara tók á, og var ég lengi að jafna mig, gat ekki hreyft mig fyrstu daganam þurfti fá aðstoð með að fara á klósettið og standa upp. Átti erfitt með að pissa og gera hina þörfina. Og er ég ennþá half dofin í skurðinum.

En keisarinn bjargaði mér og barninu mínu, ef ég hefði verið ennþá þrjóskari og ekki hugsað rétt hefði dóttir mín kannski ekki náð að lifa fæðinguna eða ég, vegna hjartagalla sem ég er með.

Ég vona svo sannalega að ég fái einn daginn að upplifa venjulega fæðingu, fá að vera með lengri hríðir og geta þetta án þess að fara í aðgerð.  En ég er þakklát fyrir að vera með örið á maganum, þó að ég hafi enga tilfinningu á þessum stað lengur enda hugsa ég ætíð með mér að þetta er kraftaverkaörið mitt!

Vaka Dögg

– – –

Ég heiti Vaka Dögg, fædd árið 1985, þann 1. mars. Eignaðist mitt fyrsta barn 11. febrúar 2011, litla hetju prinsessu. Er fiskur í stjörnumerki. Frekja, skemmtileg, ferleg, einstök, upptekin af vinum og vandamönnum og einnig hundamamma! Sé um öll heimilisverkin hér heima, svo sem næturgjafir, bleyjuskipti, týna upp og þvo óhreina sokka, setja í uppþvottavélina og stundum elda kvöldmatinn! Samt sem áður hef ég tíma fyrir Facebook og að skrifa greinar.

– – –

Vilt þú deila reynslu þinni eða gerast Mömmubloggari? Sendu okkur þá post á thora@foreldrahandbokin.is.

X