Loading

Besta bílabókin er ekki bara bók heldur stórsniðugt leikfang!

Lesandi byrjar á að velja bíl sem hvílir á kápunni og hjálpar svo litla bifvélavirkjanum að finna verkfæri til að gera við bílinn. Þá er bókinni snúið við og bílnum ekið um fallegt landslag með tilheyrandi umferðarmerkingum. Bókin er nefnilega samanbrotin eins og harmonikka en verður samfelld og slétt lengja þegar hún er dregin út.

Besta bílabókin er eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur en hún er fædd árið 1985 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Bergrún útskrifaðist með BA gráðu í listfræði úr Háskóla Íslands 2009, lauk diplómanámi í teikningu frá Myndlistaskólanum í Reykjavík vorið 2012 og sótti sumarskóla í barnabókagerð í Anglia Rushkin, Cambridge School of Art.
Bergrún hefur alltaf haft áhuga á barnabókum en sá áhugi fékk byr undir báða vængi þegar hún varð móðir haustið 2009. Hún hefur myndskreytt fjölda barnabóka og námsefni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Fyrsta bók Bergrúnar sem rithöfundur var barnabókin Vinur minn, vindurinn sem kom út hjá Bókabeitunni haustið 2014 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna og Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Hægt er að kynna sér verk Bergrúnar á vefsíðunni bergruniris.com.

Bækur:
Vinur minn, vindurinn
Sjáðu mig, sumar
Viltu vera vinur minn?
Búðarferðin
Besta bílabókin

X