Loading

Besta brjóstapumpa í heimi!

Þetta er kannski stór fullyrðing en svo virðist sem búið sé að finna upp og þróa fullkomnustu og bestu brjóstapumpu í heimi. Pumpan er þannig útbúin að henni er einfaldlega komið fyrir inn í brjóstahaldara eða aðhaldstopp og svo bara pumpar hún. Engar hendur og enginn hávaði.

Markmiðið með pumpunni er að veita konum frelsi meðan á pumpun stendur því eins og allar konur sem nýtt hafa sér þess háttar búnað vita þarf alltaf að halda við pumpuna, koma fyrir slöngum og allskonar vesen sem gerir það að verkum að konan þarf yfirleitt að fara afsíðis til að sinna verkinu.

En ekki lengur. Brjóstapumpan passar undir flest allan fatnað og það er ábyggilega hægt að fara með hana í ræktina ef út í það er farið… ekki að það sé þægilegt en þið áttið ykkur á hvað verið er að meina. Það er meira að segja app með pumpunni þannig að hægt er að fylgjast með framvindunni og stjórna pumpunni í gegnum símann.

Eftir að hafa horft á myndbandið er ég algjörlega heilluð. Eina sem ég velti fyrir mér er hvort pumpan passi á allar brjóstastærðir því það er eins og mig minni að mín hafi verið töluvert stærri en í þessu myndbandi.

Pumpan er ekki enn komin á markað en hægt að leggja inn pöntun og skoða hana nánar HÉR.

willow-pump

 

pump_app-624x416

 

willow-pump2

Ljósmyndir: The Willow Company

X